Eiginleikar

Helstu eiginleikar í Vergo

Málaskrá

Mál eru miðpunkturinn í starfsemi notenda Vergo. Þegar þú býrð til nýtt mál gefur þú því heiti og Vergo úthlutar því númeri. Þú hefur möguleika á að tilgreina aðila máls, málaflokk og aðrar viðeigandi forsendur að vild, þar á meðal málskostnað, skjöl, verkefni og fleira.

Skjalastjórnun

Vergo einfaldar ferlið við að halda utan um skjöl og útgáfur þeirra sem tengjast málum og verkefnum, allt saman á einum þægilegum stað. Með notendavænu viðmóti og öflugri leitarvél gerir Vergo þér kleift að leita hratt og auðveldlega að þeim skjölum sem þú þarft. Þetta sparnar tíma og eykur skilvirkni.

Tíma- og kostnaðarskráning

Í Vergo er auðvelt að halda utan um tíma, gjöld og útlagðan kostnað fyrir þín mál og viðskiptavini. Við bjóðum upp á ítarlegar vinnuskýrslur sem sundurliða allar færslur, bæði með og án virðisaukaskatts, til að auðvelda yfirsýn og reikningsgerð.

Verkefnastjórnun

Verkefnaborðið okkar er þar sem allt kemur saman. Það býður upp á skýra yfirsýn yfir öll verkefni, verkþætti og fresti. Þetta tól er ekki bara yfirlitstæki, það er miðstöð þar sem samvinna og framvinda mætast.

Leitarvél fyrir réttarheimildir

Vergo inniheldur sérhæfða leitarvél fyrir réttarheimildir sem sameinar fjölbreyttan gagnagrunn af heimildum í eina yfirgripsmikla leitarvél. Margar fleiri heimildir eru á væntanlegar.

Tenging við Bókhaldskerfi

Við bjóðum upp á tengingar við bókhaldskerfi til að stofna sölureikninga. Eins og er bjóðum við upp á tengingar við Payday, DK, Reglu og Business Central (Microsoft Dynamics 365). En við mælum með Payday.is

Verkferlar

Hægt er að útbúa verkferla fyrir ákveðna málaflokka. Þannig leiðir kerfið þig í gegnum þau verkefni sem skilgreind eru í verkferlinu.

Umbjóðendur og Gagnaðilar

Kerfið heldur utan um alla þína umbjóðendur og gagnaðila. Þannig er auðvelt að nálgast upplýsingar aðila og tengja þær við mál og verkefni. Hægt er að skrá marga umbjóðendur og gagnaðila á sama mál.

Sniðmát fyrir formasafnið þitt

Er orðið leiðinlegt að fylla ítrekað út sömu upplýsingarnar? Við höfum lausn á því! Við bjóðum upp á stuðning við færibreytur í Word (docx) skjölum og setjum inn allar helstu upplýsingar sem þú hefur þegar skráð í Vergo.

Greiningar

Allir starfsmenn geta með einföldum hætti tekið út tímaskráningu sína. Stjórnendur geta þar að auki fengið nánari greiningu yfir skiptingu tíma/tekna á starfsmenn, viðskiptavini eða málaflokka og ættu þannig að fá betri yfirsýn yfir tímaskráningar en ella.

Sérkjör viðskiptavina og afslættir

Hægt er að stilla til sérkjör fyrir ákveðin mál. Einnig er hægt að gefa afslátt af einstaka tímum eða festa afslátt á mál eða viðskiptavin.

Erlendir gjaldmiðlar

Ekkert mál er að gera upp í erlendum gjaldmiðlum og er það stillt niður á hvern viðskiptavin.

Aðvörun við hagsmunaárekstrum

Vegna þess að Vergo getur haldið bæði utan um umbjóðendur og gagnaðila þá varar kerfið við hagsmunaárekstrum ef þeir eru til staðar við stofnun nýs máls.

Verkferlar fyrir slysamál

Við getum látið fylgja með verkferla fyrir slysamál og aðstoðum ykkur við að þróa þá að ykkar þörfum.

Tillögur að tímaskráningu

Vergo gefur tillögur að tímaskráningu út frá notkun. Tillögur Vergo vísa að jafnaði á mikinn fjölda tíma sem annars hefði gleymst að skrá og rukka.

Tenging við Office 365

Tenging við Office 365 (Outlook) til að fá uppástungur um tímaskráningu út frá dagatali og sendum/mótteknum pósti.

Reiknivél fyrir dráttarvexti

Einfalt er að dráttarvaxtareikna kröfur og vextir sóttir beint til Seðlabanka Íslands.

Reiknivél fyrir slysabætur (Væntanlegt)

Öflug reiknivél fyrir slysabætur er væntanleg sem mun spara mikinn tíma við uppgjör slysamála.

Tenging við dagskrá dómstóla (Væntanlegt)

Tenging við dagskrá allra dómstóla sem tryggir að lögmenn geti séð komandi mætingar og málflutningsdaga.

Fleira væntanlegt...

Við erum að vinna að fullt af nýjum eiginleikum sem verða kynntar á næstunni.