OneDrive
OneDrive tenging
Hægt er að tengja Vergo við OneDrive (Sharepoint). Þetta gefur þann möguleika að geta unnið í Office skjölum beint úr Vergo hvort sem það er í vefviðmóti eða í Office forritum á vélinni þinni. Auk þess býður OneDrive upp á möguleikann að tengjast beint við drif á tölvunni þinni, sem auðveldar enn frekar vinnslu og utanumhald skjala.

Nýttu þér kosti OneDrive
Með því að tengja Vergo við OneDrive (Sharepoint) er hægt að nýta allt það sem OneDrive hefur upp á að bjóða.
Drif á tölvunni þinni
Með OneDrive getur þú tengst beint við drif á vélinni þinni og þar sem þú getur nálgast öll skjöl úr Vergo beint af vélinni þinni.
Vinna í Office skjölum
Gerir þér kleift að vinna í Office skjölum inni í Vergo. Styður bæði að opna í vafra og í Office forritum.
Samvinna
Með OneDrive er rauntíma samvinna í Office skjölum leikur einn og geta margir unnið saman í sama skjalinu í einu.
Copilot
Copilot er innbyggð gervigreindarlausn í Office forritum sem gefur þér ofurkrafta í Office skjölum. Krefst auka leyfis hjá Office 365.
Deiling skjala og mappa
Auðvelt er að deila skjölum eða heilu möppunum með öðrum eða útbúa linka til að deila í tölvupóstum í stað þess að setja sem viðhengi.
Útgáfustýring og endurheimt
Auðvelt er að sjá fyrri útgáfur skjala og hver breytti þeim og hvenær. Einnig er hægt að endurheimta eyddum skjölum langt aftur í tímann (stillanlegt).
Microsoft Purview Compliance
Skjölin lúta þeim reglum og ferlum sem Microsoft Purview stillingar fyrirtækis krefjast, þar á meðal samræmis- og öryggiseiginleikum eins og rekjanleika, gagnatapavörnum (DLP), varðveislustefnum og næmismerkingum (sensitivity labels).
eDiscovery og Auditing
Skjölin verða hluti af eDiscovery og audit kerfum fyrirtækis, sem gerir notandanum kleift að rekja og endurheimta skjöl og gögn eftir þörfum, allt innan samræmis- og regluvörsluramma fyrirtækisins.
Data Loss Prevention (DLP)
Allar DLP-stillingar, sem eru virkar í fyrirtækinu, gilda einnig um skjölin og hindra þannig óviðeigandi eða óleyfilegan gagnaflutning ef það er nauðsynlegt.
Retention Policies og skilyrtur aðgangur
Fyrirtæki geta notað varðveislustefnur til að ákvarða geymslutíma gagna og skjala, og beitt skilyrtum aðgangsreglum (Conditional Access) til að tryggja öruggan aðgang eftir þörfum. Þannig er mögulegt að stjórna aðgangi að gögnum sem eru geymd í OneDrive (SharePoint) með mikilli nákvæmni.
Við erum hérna til að hjálpa!
Þú getur hringt í okkur á virkum dögum kl 9-11 og 13-17.
Þú getur sent okkur tölvupóst og við munum svara eins fljótt og hægt er.
Heyrðu í okkur ef þú vilt kíkja í heimsókn.
+354 581-1700
vergo@vergo.is
Hallgerðargötu 13 (3.hæð), 105 Reykjavík, Iceland