Öryggismál

Öryggi og áreiðanleiki

Öryggi viðskiptavina okkar og vernd gagna þeirra er í forgangi hjá Vergo. Við tryggjum örugga og áreiðanlega þjónustu og veljum eingöngu bestu mögulegu öryggisráðstafanirnar í hugbúnaðarþróun okkar og daglegum rekstri.

Öryggi í forgang

Hugbúnaður okkar er þróaður með öryggi í huga. Við beitum nýjustu tækni og bestu starfsháttum í upplýsingaöryggi til að vernda viðkvæmar upplýsingar og tryggja rekstraröryggi. Við erum stöðugt vakandi fyrir nýjum öryggisógnum og uppfærum öryggisstefnu okkar reglulega til að mæta þeim áskorunum sem fylgja síbreytilegum tækniheimi. Við viljum tryggja að þú, sem viðskiptavinur okkar, getir treyst því að við höfum öryggi þitt að leiðarljósi. Með Vergo getur þú einbeitt þér að kjarnastarfsemi þinni á meðan við sjáum um öryggið.

Innviðir

Vergo keyrir í gagnaverum Microsoft Azure sem er eitt virtasta tölvuský í heimi. Azure er með alþjóðlegar vottanir á borð við öryggisvottunina ISO/IEC 27001:2013. Í henni felast strangar kröfur um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnað. Einnig er tryggt að uppitími kerfa sé sem næst 100%.

Öryggis- og persónuverndarstefna

Vergo einsetur sér að fylgja gildandi persónuverndarlöggjöf hverju sinni. Sjá Öryggis- og persónuverndarstefnu.

Öryggi

Nokkrir öryggisþættir í Vergo

Dulkóðuð samskipti

Öll samskipti í kerfinu eru dulkóðuð með öryggisstaðlinum SSL/TLS (256 bit AES) og notast við SSL skilríki sem er vottuð af Microsoft Azure.

Dulkóðaður gagnagrunnur

Gagnagrunnur og afrit af honum eru dulkóðaður með Transparent Data Encryption(DTE).

Dulkóðaðar vinnustöðvar

Allar vinnustöðvar hjá Vergo eru dulkóðaðar með Bitlocker

Tveggja þrepa auðkenning

Sjálfgefið er að notendur séu með tveggja þrepa auðkenningu, þ.e. þeir auðkenna sig aukalega í kjölfar innskráningar með einnota lykilorði sem sent er í sms skilaboði eða tölvupósti.

Takmörkun á aðgangi

Vinnsla starfsmanna snýr eingöngu að uppfærslum á kerfinu og afgreiðslu verkbeiðna, án allrar aðkomu að raungögnum.

Villuvöktun

Kerfið er sífellt í vöktun fyrir villum og öðrum atvikum sem gætu komið upp hjá notendum eða í bakenda kerfum. Ef atvik kemur upp er ferli sett í gang hjá þróunarteymi Vergo í samræmi við fyrirfram ákveðið þróunar- og prófunarferli.

Trúnaðarskyldur og fræðsla starfsmanna

Starfsmenn Vergo eru upplýstir um trúnaðarskyldur sínar og ber að þiggja fræðslu um öryggis- og persónuverndarmál með reglubundnum hætti.

Lykilorð

Gerð er krafa um sterk lykilorð og þau geymd á öruggu og óafturkræfu formi (e. hashed passwords).

Afritunartaka

Vergo tryggir að afritunartaka fari fram á öllum gögnum kerfisins. Möguleiki að endurvekja tiltækileika og aðgang að gögnum innan viðeigandi tímamarka í kjölfar fráviks, hvort sem það er raunlægs eða tæknilegs eðlis.

Upplýsingaöryggi

Starfsemi Vergo er grundvölluð á ákvæðum staðalsins ISO/IEC 27001 um upplýsingaöryggi.

Fýsísk gögn

Til að auka öryggi þeirra upplýsinga sem Vergo býr yfir leitast Vergo við að lágmarka öll fýsísk gögn og sendingar tölvupósta með persónuupplýsingum. Fýsísk gögn sem innihalda trúnaðarupplýsingar eru geymd í lokuðum hirslum

EES

Persónuupplýsingar eru ekki fluttar utan Evrópska efnahagssvæðisins nema á grundvelli fyrirmæla ábyrgðaraðila þar um.