Skilmálar

Síðast uppfært: 8. apríl, 2019

Öll notkun upplýsinga- og skjalavörsluvefkerfisins Vergo (hér eftir „kerfið“) er háð þeim reglum og skilmálum sem fram koma hér að neðan.

1. ALMENNT

Með því að skrá þig inn sem notanda í kerfið samþykkir þú skilmála þessa. Kerfið er eign Vergo ehf., kt. 490318-0110 (hér eftir ,,félagið”). Félagið fer eitt með stjórn kerfisins.

Aðgangur að kerfinu er verndaður með notendanafni og lykilorði. Aðgangur og afnot eru einungis heimil þeim sem fengið hafa úthlutað notendanafni og lykilorði að kerfinu (hér eftir „notandi“). Aðgangur er persónubundinn en í því felst meðal annars að hann er ekki framseljanlegur.

Tilgangur kerfisins er utanumhald og stýring skjala, mála, tíma, kostnaðar og vinnsla upplýsinga við lögmannsstörf.

Til að koma í veg fyrir misnotkun ber notandi fulla ábyrgð á því að óviðkomandi aðilar komist ekki að vitneskju um aðgangsupplýsingar viðkomandi. Ef óviðkomandi aðili kemst að aðgangsupplýsingum notanda ber honum umsvifalaust að breyta lykilorði sínu þannig að koma megi í veg fyrir misnotkun skráðra upplýsinga.

Komi til misnotkunar á notkun kerfisins, eða brotum gegn skilmálum þessum, áskilur félagið sér rétt til þess að loka fyrir aðgang viðkomandi án tafar. Þá áskilur félagið sér jafnframt rétt til að grípa til hvers kyns annarra úrræða sem lög, reglur og skilmálar þessir heimila.

Óheimilt er að nota kerfið í óheiðarlegum eða ólöglegum tilgangi.

2. EIGN HUGVERKARÉTTINDA

Vörumerki og hvers kyns auðkenni sem sjást í kerfinu eru eign félagsins. Allt innihald kerfisins, þar með talin útlitshönnun (texti, grafík, myndir o.fl.), hugbúnaður og notkunarmöguleikar njóta höfundaréttar. Öll hugverkaréttindi eru eign félagsins.

Félagið veitir notendum leyfi til að skoða og nota kerfið samkvæmt þessum skilmálum. Notendum er óheimilt að nota vörumerki félagsins án skriflegrar heimildar félagsins. Þá er notendum óheimilt að nota eða nýta innihald kerfisins í nokkrum öðrum tilgangi en heimilað er samkvæmt þessum skilmálum eða samkvæmt skriflegu leyfi félagsins.

3. FYRIRVARI UM BÓTAÁBYRGÐ

Félagið ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að upplýsingar sem vistaðar eru í kerfinu séu ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast kerfinu.

Félagið undanþiggur sig allri bótaábyrgð á hvers konar beinu, óbeinu, afleiddu, sérstöku eða tilfallandi tjóni sem komið er til eða má með einhverju móti tengja notkun kerfisins.

Félagið er ekki ábyrgt fyrir tjóni, sem stafar af óviðráðanlegum orsökum (force majeure), s.s. vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, tæknilegrar bilunar í tækjabúnaði, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.

4. SÖFNUM OG VINNSLA PERSÓNUUPPLÝSINGA

Aðilar skuldbinda sig til að starfa að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Félagið gegnir hlutverki vinnsluaðila en þjónustukaupi hlutverki ábyrgðaraðila, eins og þau hugtök eru skilgreind í gildandi persónuverndarlöggjöf. Aðilar skulu gera svokallaðan vinnslusamning vegna þeirra persónuupplýsinga sem félagið kann að vinna fyrir hönd þjónustukaupa, í samræmi við 28. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016. Með því að skrá sig inn í kerfið samþykkir notandi að félagið hafi eftirlit og skrái notkun notanda á kerfinu. Með notkun sinni á kerfinu samþykkir notandi vinnslu slíkra persónuupplýsinga.

5. BREYTING Á NOTENDAREGLUM OG SKILMÁLUM

Félagið áskilur sér rétt til að endurskoða og breyta skilmálum þessum og er notendum þá tilkynnt um slíkar breytingar með minnst 15 daga fyrirvara.

6. LÖG OG REGLUR

Íslensk lög gilda um kerfið. Mál sem rísa vegna notkunar kerfisins skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hvers kyns undantekningar og takmarkanir frá skilmálum þessum eiga aðeins við að því marki sem íslensk lög heimila.