Málaskrá

Málaskrá sem eykur yfirsýn og stjórn á málum

Fáðu samkeppnisforskot með því að innleiða leiðandi starfshætti

Mál eru miðpunkturinn í starfsemi notenda Vergo. Þegar þú býrð til nýtt mál gefur þú því heiti og Vergo úthlutar því númeri. Þú hefur möguleika á að tilgreina aðila máls, málaflokk og aðrar viðeigandi forsendur að vild, þar á meðal málskostnað, skjöl, verkefni og fleira.

Stöður og málaflokkar

Málaskráin er flokkuð eftir málaflokkum og stöðum. Þannig er auðvelt að nálgast mál sem eru í vinnslu, lokið eða í biðstöðu. Þú getur einnig búið til eigin málaflokka eftir þörfum.

Aðgangsstýring

Hægt er að takmarka aðgang starfsmanna að málaskránni og þannig stjórna hver hefur aðgang að hverju.

Sjáðu það sem þú vilt sjá

Hægt er að fela og birta dálka í málaskránni eftir þörfum. Þannig er auðvelt að nálgast það sem þú vilt sjá og fela það sem þú vilt ekki sjá.

Ábyrgðarmaður og tengdir starfsmenn

Það er alltaf einn skráður ábyrgðarmaður máls en hægt er að tengja við fleiri starfsmenn sem hafa aðgang að málinu. Þannig er auðvelt að fylgjast með framvindu máls og hvernig það er háttað.

Umbjóðendur og gagnaðilar

Hægt er að skrá umbjóðendur og gagnaðila á mál. Þannig er auðvelt að fylgjast með tengslum viðkomandi aðila við málin og kerfið varar við mögulegum hagsmunaárekstrum.

Viðbætur

Vantar þig að skrá fleiri upplýsingar eins og t.d. slysdag? Það er ekkert mál í Vergo að bæta við auka eigindum fyrir öll mál eða ákveðna málaflokka.

Við erum hérna til að hjálpa!

Þjónustusími

Þú getur hringt í okkur á virkum dögum kl 9-11 og 13-17.

Sendu tölvupóst

Þú getur sent okkur tölvupóst og við munum svara eins fljótt og hægt er.

Kíktu í heimsókn

Heyrðu í okkur ef þú vilt kíkja í heimsókn.

Sími

+354 581-1700

Email

vergo@vergo.is

Staðsetning

Hallgerðargötu 13 (3.hæð), 105 Reykjavík, Iceland